Ég er komin í heilagt stríð…við flugur! Það eru litlar ógeðslegar haustflugur út um allt! Það er ekki hægt að opna sultukrukku, þá eru þessi litlu viðbjóðslegu kvikindi komin til að halda partý. Ojbara! Við fengum okkur vín með matnum og þá ákváðu kvikindin að skreyta glasið mitt með því að raða sér í fallegan hring á glasið. Við þessa sýn langaði mig ekki lengur í rauðvín.
Svo fékk ég brilljant hugmynd. Dró fram ryksuguna og er búin að vera á eftir fluguandskotunum í allt kvöld. Syninum fannst mjög spennandi að taka þátt í þessu ryksugustríði við flugurnar og hrópaði hástöfum: ”Áfram mamma! Burt með flugurnar!”
Ég vann þessa umferðina og hef hugsað mér að nota morgundaginn í það að ÚTRÝMA haustflugum.
Sådetså!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fyndið! Ég er akkúrat að skrifa smásögu (í KHÍ) um konu í stríði við flugur. Þær eiga reyndar að vera táknrænar fyrir þráhyggju hennar fyrir fullkomnun. Vinsamlega ekki ganga of langt - þú ættir bara að vita hvað konan mín gerir...
Ég er sko alveg til í að vera fyrirmynd í smásögunni þinni! Ég þjáist jú eins og þú veist mjög svo af fullkomnunaráráttu og þessar flugur passa alls ekki inn í fullkomna eldhúsið mitt!! Ryksugan á fullu...étur allar flugur. Ralalalalalalalalalalalala...
Skrifa ummæli