fimmtudagur, 27. september 2007
Kona i skohlifum með ruslapoka
Sjálfsmynd mín er eftirfarandi: Ég er ógeðslega skipulögð, geri lista og sortera og sé til þess að allt sé ”under control”. Allt pottþétt semsagt.
En nú er ég farin að efast um að ég sé virkilega eins og ég taldi mér trú um. Nokkur nýleg dæmi:
Fór með soninn í leikskólann um daginn. Spjallaði smá stund við leikskólakennarana, athugaði hvort það vantaði nokkuð aukaföt (eins og maður gerir þegar maður er með allt á hreinu…) og kyssti svo draumadrenginn bless. Við mæðgurnar tókum svo lestina í bæinn þar sem við ætluðum að spóka okkur með vinkonu minni. Ég var auðvitað búin að dressa mig upp og fannst ég mjög smart í kápu í stíl við barnavagninn! Þangað til ég uppgötvaði á Östermalm að ég var enn í skóhlífunum frá leikskólanum. Hvernig stendur á því að enginn segir neitt við mann? Fólkið í lestinni hefur greinilega haldið að ég væri trendsetter og er nú búið að kaupa sér svona smartar bláar plastskóhlífar. Eða hvað…
Fór líka í líkamsræktina um daginn með ruslapokann með mér! Ætlaði sko að henda honum á leiðinni út en þegar ég var komin hálfa leið í ræktina fannst mér dálítið skrýtin lykt í bílnum og …já, þið fattið!
Ég er ekki svona kona sem gengur um í bláum skóhlífum með ruslapokann í hendinni…bara svo þið vitið það. Ég er nefnilega yfirleitt með allt á hreinu…já, svona nema stundum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
AArgggh! Ég pissaði næstum á mig úr hlátri. Þú ert nú bara perla!
Man alltaf eftir Brynju Valsdóttur sem kenndi mér sögu í MS - hún bjó í Rússlandi um tíma og endaði í biðröð við einhverja búðina þegar hún fór út með ruslið... auðvitað með pokann í höndinni. En hún var nú með eindæmum utan við sig.
Er þetta ekki bara klassískt dæmi um "ammetåke" ?
Annars veit ég um einn sem bæði hefur farið með ruslið með sér í vinnuna og gleymt að fara með barnið í leikskólann (fannst út í bíl eftir dágóða stund) Þannig að það gæti verið verra !
Skrifa ummæli