Síminn hringir. Er með eitt barn í baði og annað á brjósti. Svara nú samt símanum av eintómri forvitni.
”Hej, det är Gabriella!”. Hjálp, ég þekki enga Gabríellu! Hver er þetta? Er minnið alveg að yfirgefa mig? Nei, nei…þetta er Gabriella sölukona sem vill selja mér áskrift á sokkabuxum. Já, SOKKABUXUM! Mér finnst þetta brjálæðislega fyndið. Hvað kemur næst…áskrift á nærbuxum?! Ég reyni að flissa ekki of mikið og upplýsi konuna um það að við séum faktiskt á Nix-listanum og það þýði að hún megi ekki hringja í okkur til að selja hluti.
En viti menn…hún er ekki að selja neitt. Nei, ég fæ fyrstu sokkabuxurnar ÓKEYPIS (nema að ég þarf nottlega að borga sendingakostnaðinn). Nú kemur eiginmaðurinn heim og ég geri eins og ég geri með alla sölumenn í símanum – leyfi þeim að tala við lögfræðing NIX í eigin persónu. Hahaha! Gabríella var reyndar alveg einstaklega óheppin (miðað við aðra sölumenn sem eru teknir í gegn) því hún var búin að halda því fram að NIX-listinn væri algert klúður og þeir sem sæju um hann væru ekki með yfirlit yfir alla.
Það verður sko örugglega ekki hringt í mig aftur til að bjóða mér ókeypis sokkabuxur! En ég bíð spennt eftir nærbuxnaáskrift…
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli