fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Iss piss og pelamá...

Mikið piss, svefn og matur í gærkvöldi. Fór í gær að hlusta á þessar konur, Louise Hallin og Malin Alfven, sem eru með Knattetimmen í útvarpinu. Foreldrar hringja í Knattetimmen með áhyggjur sínar út af börnunum. Það er mikið pissa í buxurnar, vill ekki sofa, vill ekki borða, öskur, þreyta o.s.frv. Knattetimmekonurnar eru með mikla og langa reynslu af að vinna með börnum og foreldrum og tekst á ótrúlegan hátt að hjálpa öllum úrvinda foreldrum að sleppa öllum þessum áhyggjum og gefa þeim sjálfstraust. 

Og í gær voru þær sem sagt "live" hérna í nágrenninu...þvílíkur innblástur! Það er sérstaklega eitt sem situr eftir í höfðinu á mér: Það er faktískt hægt að hreinsa aðeins í dagatalinu sínu til þess að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig eða fyrir fjölskylduna. Ég er með marga marga dagatalskandídata sem eru í útrýmingarhættu núna. Allir fundir, til dæmis, sem ég þarf ekki lífsnauðsynlega að mæta á eru hér með "deletaðir" úr agendunni.

Vá, fyrir nokkrum árum síðan lærði ég að segja nei. Nú er ég að reyna að læra að klippa!

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Jane Austen

Það er Jane Austen race hjá okkur um þessar mundir. Það er ekkert eins upplyftandi í skammdeginu eins og að horfa á bíómynd eftir skáldsögu Jane Austen. Uppáhaldið mitt er BBC-þáttaröðin sem byggir á Pride & Prejudice. 

Vinkona mín ein á stórt plakat með mynd af Mr Darcy þegar hann kemur upp úr vatninu í blautu skyrtunni sinni. Ég er búin að bjóða henni gull og græna skóga fyrir plakatið en hún vill ekki láta það af hendi...

Ef einhver veit hvar ég get orðið mér úti um svona plakat myndi ég vera ykkur ævinlega þakklát. Mig sárvantar svona mann á vegginn hjá mér í vinnunni. Svona mann í blautri skyrtu "sem veit ekki hvað lægð eða él eða 25 m/á sekúndu geta gert manni" eins og Dísa kemst svo vel að orði. Pride & Prejudice serían ætti að vera á lista Folkhälsoinstitutet yfir nauðsynlega hluti til að halda heilsu. 

Dúkkan hennar Dóru

Nú er sko mikið sungið hér á heimilinu! Við mæðginin höfum mjög gaman af því að syngja alls konar vísur með skemmtilegum hreyfingum og þegar við kunnum ekki lagið búum við bara til okkar eigið lag. En nú er ég búin að uppgötva alveg frábæra síðu þar sem hægt er að hlusta á barnavísur. Já, síðan heitir einmitt Barnavísur!

Ekki vissi ég að Dúkkan hennar Dóru væri svona glatt og skemmtilegt lag. Við höfum alltaf sungið það með miklum drunga og tilþrifum. Ég meina, dúkkan er með sótt sótt sótt...hvernig er þá hægt að vera svona glaður? En nú erum við sem sagt búin að læra lagið.