fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Iss piss og pelamá...

Mikið piss, svefn og matur í gærkvöldi. Fór í gær að hlusta á þessar konur, Louise Hallin og Malin Alfven, sem eru með Knattetimmen í útvarpinu. Foreldrar hringja í Knattetimmen með áhyggjur sínar út af börnunum. Það er mikið pissa í buxurnar, vill ekki sofa, vill ekki borða, öskur, þreyta o.s.frv. Knattetimmekonurnar eru með mikla og langa reynslu af að vinna með börnum og foreldrum og tekst á ótrúlegan hátt að hjálpa öllum úrvinda foreldrum að sleppa öllum þessum áhyggjum og gefa þeim sjálfstraust. 

Og í gær voru þær sem sagt "live" hérna í nágrenninu...þvílíkur innblástur! Það er sérstaklega eitt sem situr eftir í höfðinu á mér: Það er faktískt hægt að hreinsa aðeins í dagatalinu sínu til þess að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig eða fyrir fjölskylduna. Ég er með marga marga dagatalskandídata sem eru í útrýmingarhættu núna. Allir fundir, til dæmis, sem ég þarf ekki lífsnauðsynlega að mæta á eru hér með "deletaðir" úr agendunni.

Vá, fyrir nokkrum árum síðan lærði ég að segja nei. Nú er ég að reyna að læra að klippa!

Engin ummæli: