mánudagur, 14. janúar 2008

Knúsmerktar barnabækur


Munið þið eftir barnabókinni Benni og Bára? Systkinin Benni og Bára eru að klæða sig í fötin en gleyma alltaf einhverri flík. Þegar Benni gleymir vettlingunum sínum segir mamma hans ”Ég er hrædd um að þú verðir blautur á höndunum, góði minn.” En þegar Bára gleymir einhverju segir mamma alltaf: ”Þú ert nú meiri kjáninn. Þú ert nú ekki alveg tilbúin telpa mín. Þú mátt ekki gleyma að fara í…”

Það er svo algengt að stelpur séu ”kjánar” eða ”litlar prinsessur” eða ”flissandi smástelpur” í barnabókum að við tökum ekki einu sinni eftir því. Hér í Svíþjóð er búið að setja á laggirnar nýja bókaútgáfu sem gefur út ”knúsmerktar” barnabækur. Útgefendurnir fara yfir allar bækur með jafnréttis- og lýðræðisgleraugu á sér. Útkoman er fullt af skemmtilegum bókum og söguhetjurnar eru prinsessur sem spila íshockey, strákar sem leika sér með barbie og frændur sem eru hommar.

Ég vil fá íslenskar knúsmerktar bækur! Ekki endurútgáfu á fordómafullum eldgömlum barnabókum heldur nýjar, skemmtilegar bækur um börn sem lifa því lífi sem börn í dag lifa.

sunnudagur, 6. janúar 2008

Langar í...

Mig er búið að dreyma um þennan síma í mörg ár! Já, löngu áður en Apple byrjaði að hanna þennan fallega hlut langaði mig í iPhone. Ég hélt reyndar að hann myndi heita ApplePhone en það var nákvæmlega svona síma sem mig VANTAÐI! Spurning hvort Steve Jobs hafi ekki bara fengið hugskeyti frá mér.

Og nú er hann kominn á markað en ekki til mín...og ekki til Evrópu. Bráðum get ég ekki beðið lengur.