sunnudagur, 6. janúar 2008

Langar í...

Mig er búið að dreyma um þennan síma í mörg ár! Já, löngu áður en Apple byrjaði að hanna þennan fallega hlut langaði mig í iPhone. Ég hélt reyndar að hann myndi heita ApplePhone en það var nákvæmlega svona síma sem mig VANTAÐI! Spurning hvort Steve Jobs hafi ekki bara fengið hugskeyti frá mér.

Og nú er hann kominn á markað en ekki til mín...og ekki til Evrópu. Bráðum get ég ekki beðið lengur.

3 ummæli:

Guðný sagði...

mig líka, þetta verður jólagjöfin á næsta ári. Tel þetta ómissandi þarfaþing fyrir allar nútímakonur, er það ekki??

Linda sagði...

Ok - míns ekki fatta? Hvað er svona geggjað við þennan síma? Kannski vantar mig hann líka...

Lóan sagði...

Og svo er annað sem mig bráðvantar...en vissi ekki fyrr en ég sá það um daginn í saumó: http://halldora2.blogspot.com/

Netútvarp! Toppurinn á tilverunni. Nú veit ég ekki hvort mig vantar meira: iPhone eða svona netútvarp.