miðvikudagur, 19. desember 2007

Jólahvað??

Ég skil bara ekkert í þessu jólastressi hjá fólki...
...til hvers að vera að baka fullt af smákökum þegar hægt er að kaupa tilbúnar!

Sonur minn er nýbúinn að kenna mér nýtt attitude sem hefur nýst mér rosa vel jólaundirbúningnum.
Um daginn föndruðum við skó til að setja í gluggan og hann var svo rooosalega ánægður með skóinn "sem hann bjó til!". Ehhhmmm...já, hann var að leika sér við annan "föndrandi" strák á meðan að mömmurnar bjuggu til skóna. Svo er hann líka alveg hrikalega stoltur af piparkökuhúsinu sem "hann bjó til!". Já, eða þannig....

Þetta er frábært lífsviðhorf...nú er ég alveg meiriháttar ánægð með piparkökurnar sem "ég bakaði" (keypti tilbúnar úti í búð) og alveg brjálæðislega stolt af peysunni sem ég prjónaði á dótturina (vinkona prjónaði...). Nú, svo ég tali nú ekki um hvað ég er búin að vera dugleg að þrífa húsið hátt og lágt (hmmm...skúrkan sá um það).

Jiii hvað ég er myndarleg húsmóðir!

3 ummæli:

Linda sagði...

Ahhhh - frúin komin í jólafrí. Búin að senda öll jólakort og alla pakka sem eiga að fara af staðnum í burtu (fyrir 2 dögum meira að segja...). Hér verða sko engar stórkostlegar aðgerðir vegna jólanna - þau koma þó skíturinn fari ekki baun. Það eina sem er alveg regla hjá mér er að ég set aldrei upp seríu eða ljós í glugga án þess að þrífa hann fyrst. Annars erum við bara þokkaleg - held ég. Kristófer minnist enn á jólin fyrir 2 árum þegar við vorum að skreyta piparkökur (sem við bökuðum alveg sjálf) og það gekk eitthvað illa því ég var svo pirruð... Það borgar sig s.s. að vera vel upplagður þegar maður stenudr í svona "skemmtilegum" aðgerðum með börnunum. Ætla að reyna aftur í ár og vera í góðu skapi með...
Góðar stundir í afslappelsinu.

Linda sagði...

Jæja - ég er búin með piparkökubakstur og málningu og stóð mig eins og hetja. Var s.s. mjög stillt.
Ein vinkona mín leit við í dag þegar ég var önnum kafin við jólaundirbúning - og var að strika út af "þarf að gera" listanum (þvílík vellíðunar tilfinning sem streymir um kroppinn við þá iðju) og hún vildi meina að það væri svolítið klikk fólk sem gerði svona "þarf að gera lista" - mér finnst það klikk fólk sem gerir ekki svona lista.
Ertu ekki sammála?
Skál í einum Tuborg Christmas brew og góða nótt.

Lóan sagði...

Sko, hvað væri lífið án "AÐ GERA" listanna allra?!! Stundum hef ég meira að segja verið með lista yfir listana...nokkurs konar undirflokkalista sem sagt! Áður fyrr var ég með listana í símanum og þá kom alltaf "pling" þegar eitthvað átti að vera gert en var ekki búið. Alveg brilljant. Svo krassaði síminn og ég var niðurbrotin yfir því að vera kannski að gleyma einhverju...svo nú eru listarnir bara á miðum.