mánudagur, 14. janúar 2008
Knúsmerktar barnabækur
Munið þið eftir barnabókinni Benni og Bára? Systkinin Benni og Bára eru að klæða sig í fötin en gleyma alltaf einhverri flík. Þegar Benni gleymir vettlingunum sínum segir mamma hans ”Ég er hrædd um að þú verðir blautur á höndunum, góði minn.” En þegar Bára gleymir einhverju segir mamma alltaf: ”Þú ert nú meiri kjáninn. Þú ert nú ekki alveg tilbúin telpa mín. Þú mátt ekki gleyma að fara í…”
Það er svo algengt að stelpur séu ”kjánar” eða ”litlar prinsessur” eða ”flissandi smástelpur” í barnabókum að við tökum ekki einu sinni eftir því. Hér í Svíþjóð er búið að setja á laggirnar nýja bókaútgáfu sem gefur út ”knúsmerktar” barnabækur. Útgefendurnir fara yfir allar bækur með jafnréttis- og lýðræðisgleraugu á sér. Útkoman er fullt af skemmtilegum bókum og söguhetjurnar eru prinsessur sem spila íshockey, strákar sem leika sér með barbie og frændur sem eru hommar.
Ég vil fá íslenskar knúsmerktar bækur! Ekki endurútgáfu á fordómafullum eldgömlum barnabókum heldur nýjar, skemmtilegar bækur um börn sem lifa því lífi sem börn í dag lifa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Oh - gæti ekki verið meira sammála. Kristófer Skúli er að byrja á bók núna sem mér líst alveg rosalega vel á - Með hetjur á heilanum. Þar er blandað þjóðsögum, draugasögum og slíkum bókmenntum saman við sögu af strák sem er í sveit í Fljótshlíðinni. Ég er nú bara búin að kíkja mjög létt á hana en hún lofar góðu. Svo eru líka bækurnar hennar Sigrúnar Eldjárn. Þríleikur (Týndu augun, Frosnu tærnar og Steinhjartað) og svo nýr þríleikur (Eyja gullormsins og Eyja glerfisksins - sú 3. er ekki komin út...) Þessar eru alveg snilld. Jóhanna fær að heyra þessar "eldri barna bækur" - er alveg að detta út úr hinum því þessar eru y.l. svo langar og taka mörg kvöld. Stundum dáist ég að þolinmæðinni í henni.
Það sama er ekki hægt að segja um MRA sem milli lestrarkvölda kíkir í bókina og veit alltaf meira en við þegar við hittumst næst... Kannast þú við svona konur!!!
Hilmir fékk klassísku fordómabókina "Tíu litlir negrastrákar" í jólagjöf. Hún er svoooo ekki knúsmerkt að það hálfa væri nóg og það er eiginlega hálf óþæginlegt að lesa um litlu blökkudrengina sem drekka sig ofurölvi til dauða og éta kex í græðgiskasti þartil þeir springa.
Hún kannski fær að hverfa í Kitch hilluna þarsem "bara skoða með augunum og það utaná" hlutir eru geymdir.
Er að byrja á námskeiði í KHÍ sem heitir Lestur til gagns og gleði. Ég læt vita ef ég fæ einhvern ómetanlegan fróðleik.
Jæja nú er mig farið að lengja eftir flottum fréttum frá Sverige!! Hvar eruð þið?
Koma svo - blogga, blogga, blogga...
Skrifa ummæli