miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Dúkkan hennar Dóru

Nú er sko mikið sungið hér á heimilinu! Við mæðginin höfum mjög gaman af því að syngja alls konar vísur með skemmtilegum hreyfingum og þegar við kunnum ekki lagið búum við bara til okkar eigið lag. En nú er ég búin að uppgötva alveg frábæra síðu þar sem hægt er að hlusta á barnavísur. Já, síðan heitir einmitt Barnavísur!

Ekki vissi ég að Dúkkan hennar Dóru væri svona glatt og skemmtilegt lag. Við höfum alltaf sungið það með miklum drunga og tilþrifum. Ég meina, dúkkan er með sótt sótt sótt...hvernig er þá hægt að vera svona glaður? En nú erum við sem sagt búin að læra lagið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúkkan hennar Dóru er náttúrulega klassík...og greinilega sungið víðsvegar í veröldinni ;)

knús

dst

Lóan sagði...

Hahaha! Alltaf þegar Thor sér Doru-dúkkur í búðum segir hann: "Þetta er Dóra Sif!"

ERtu að fara í frí???