miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Jane Austen

Það er Jane Austen race hjá okkur um þessar mundir. Það er ekkert eins upplyftandi í skammdeginu eins og að horfa á bíómynd eftir skáldsögu Jane Austen. Uppáhaldið mitt er BBC-þáttaröðin sem byggir á Pride & Prejudice. 

Vinkona mín ein á stórt plakat með mynd af Mr Darcy þegar hann kemur upp úr vatninu í blautu skyrtunni sinni. Ég er búin að bjóða henni gull og græna skóga fyrir plakatið en hún vill ekki láta það af hendi...

Ef einhver veit hvar ég get orðið mér úti um svona plakat myndi ég vera ykkur ævinlega þakklát. Mig sárvantar svona mann á vegginn hjá mér í vinnunni. Svona mann í blautri skyrtu "sem veit ekki hvað lægð eða él eða 25 m/á sekúndu geta gert manni" eins og Dísa kemst svo vel að orði. Pride & Prejudice serían ætti að vera á lista Folkhälsoinstitutet yfir nauðsynlega hluti til að halda heilsu. 

1 ummæli:

Linda sagði...

Oh hvað ég er glöð að sjá líf á þessum slóðum!!! Hélt bara að eitthvað væri að gerast í Svíaveldi og ég vissi ekki baun...

Hey - býrðu ekki með manni, klæddu hann í skyrtu að þínu vali, dýfðu honum bara í baðið og taktu mynd! Svo er hægt að framkalla hana í þeirri stærð sem óskað er eftir. Málinu reddað.
Það er ekkert til sem heitir vandamál á þessu heimili.
Ég meina - ein vinkona mín var að spá í hvort Auðunn ætti ekki bróður fyrst eftir að við byrjuðum saman en þar sem þeir voru báðir gengnir út spurði hún þá hvort ekki væri bara hægt að fjölfalda hann. Áður en hún gat snúið sér við þá var hann búinn að ljósrita sig og senda henni. Fílapenslar koma reyndar ekki vel út ljósritaðir...