mánudagur, 3. mars 2008

Þæfing

Lóan var á þæfingarnámskeiði! Þegar ég sagði bróður mínum frá þessu sagði hann: "Ha, fæðingarnámskeið? Ertu ekki löngu búin að fæða?" Nei, sagði ég. ÞÆFINGARNÁMSKEIÐ! "HA!" segir bróðirinn. "Svæfingarnámskeið???" En ég er sem sagt búin að læra að þæfa í silki og merínóull og ég verð bara að láta fljóta með mynd af meistaraverkinu því ég er ekkert lítið stolt!
Don´t worry, þetta verður ekki megasúperdúperhannyrðablogg en kannski ég skrifi einhvern tíma um húfuna sem ég prjónaði vetur og vor 07/08...

4 ummæli:

Linda sagði...

Halló frænka
ÉG er búin að prófa þetta - eins og svo margt annað... Finnst ferlega gaman að þæfa, en ekki eins gaman og að sauma bútasaum... Mér hentar einhvern veginn betur að fylgja uppskrift en að hanna dótið sjálf - á þessu sviði.
Gaman að sjá blogg frá þér aftur.
Kv. úr jólasnjónum

Guðný sagði...

Hvernig gengur með heimasíðuna, ég er hætt að fara inn á hverjum degi eins og ég gerði fyrst, ég var svo spennt, en kíki samt annað slagið.
Það væri gaman að fá fréttir af ykkur.
kv
Guðný

Guðný sagði...

Ólöf, áttu ekki ecoloco.se?? það er komið eitthvað allt annað þar, einhver verkfærasíða???

Lóan sagði...

já, ég ákvað að selja bara powertools í staðinn fyrir lífrænan fatnað! nei, það er Ragnar sem er að setja þetta upp og þá varð þetta svona...en það breytist vondandi í flottustu síðu veraldarvefsins á næstu dögum...