laugardagur, 29. mars 2008

Á prjónunum


Ég var í skemmtilega saumaklúbbnum mínum í gær. Hló, borðaði kökur og bollur, slúðraði og skemmti mér vel. En ég prjónaði ekki neitt. Þessi sem prjónaði þessa súpercoolu peysu hins vegar heitir Sandra Backlund og er alltaf prjónandi. Hún hefur unnið öllu flestu tískuverðlaun sem hægt er að vinna í fashion-heiminum en þrjóskast samt við og prjónar ALLT sjálf. Hún er nokkrar vikur að pjóna eina svona múnderingu og þarf því að vinna við annað til að láta enda ná saman. Hallóóó! Hvernig væri nú bara  að fá saumaklúbba landsins til liðs við sig og einbeita sér að því að hanna og selja! Verða ekta prjónapreneur.

Engin ummæli: