sunnudagur, 30. mars 2008

Bláberjabollur & Draugasúpa

Í dag fór ég með börnin að hlusta á Sigrúnu Eldjárn lesa upp úr Gula Sendibréfinu, Draugasúpunni og öðrum skemmtilegum barnabókum sínum. Mér finnst frábært að Íslendingafélagið skuli vera með svona uppákomur fyrir börnin svo þau æfi sig nú í íslenskunni. Eða það er það sem við foreldrarnir ætlumst til...en svo tala krakkarnir bara sænsku saman!
 
En það var nú ekki það sem stóð uppúr. Neihei, haldið þið ekki nema ég hafi komist í bollu-heaven þarna í samkvæminu. Bestu bollurnar ever - og ég held bara svei mér þá hollustu bollurnar ever líka!  Bláberjabollurnar hennar Beggu eru með alls konar hörfræjahollustu og svo er hvorki smjör né egg í þeim. Þið verðið að prófa! Namminamm!

3 ummæli:

Guðný sagði...

Flott mynd af bollunum, tókst þú hana? Hvernig myndavél keyptir þú??

Begga sagði...

Lestur þessa blogginnleggs var gleði dagsins ;)
Þarf lítið til að gleðja mig ! Að hrósa bakstri og uppskriftaáræðni nægir fyllilega.... *fliss*

Lóan sagði...

Nánast allar myndir á þessu bloggi eru "fundnar" á netinu. Ég keypti mér Canon-vél en bollurnar hennar Beggu hefðu ekki notið sín eins vel ef ég hefði tekið myndina því ég á enn eftir að fara á námskeið....

Begga, bollurnar voru gleði dagsins :-) Takk fyrir okkur!