föstudagur, 14. september 2007

Fotafitun

Hvernig færir maður fitukeppina á maganum undir iljarnar? Ef einhver er með góð ráð til þess að fitna undir fótunum væru þau vel þegin. Ég fór til bæklunarsérfræðings um daginn (jiminn…það er eins og ég sé fatlað fól!) með tærnar á mér – já, restin á mér kom líka með en mér var aðallega illt í tánum. Díagnósan frá lækninum er að mig vantar fitu undir iljarnar og í þessu fituleysi geng ég sem sagt bara beint á beinagrindinni…

Ætli sé best að borða hnetur til að fitna undir iljunum? Eða kannski franskar? Hamborgara? Læknirinn var ekki með neinar sérstakar hugmyndir um fitunarkúr en sendi mig til annars sérfræðings sem útbjó innlegg í skóna. INNLEGG! Ég hélt að það væru bara innskeif börn með hor sem væru með innlegg í skónum!

Ég er búin að halda kveðjuathöfn með öllum flottu skónum mínum. Héðan af verð ég bara í ecco og Birkenstock-skóm. Nú veit ég hvernig Imeldu Marcos leið þegar allir skórnir hennar voru hernumdir.

Engin ummæli: