þriðjudagur, 18. september 2007
Listin að segja nei
Sko: Ég er svo þreytt að það er ekki eðlilegt! Það er eins og einhver hafi hellt sírópi í heilann á mér.
Spurning nr 1: Hvernig tónlist ætli sé best að hlusta á þegar maður er svona ógeðslega þreyttur?
Spurning nr. 2: Hvenær ætli ég læri að segja nei?
Ég fór á netið áðan og pantaði mér danska bók sem heitir Listin að segja nei! Einu sinni, löngu áður en ég eignaðist sjálf börn, var ég beðin um að leika jólasvein á barnajólaballi. Þá fattaði ég...ahaaa...ég segi alltaf alltaf já við öllu og er því beðin um fáránlegustu hluti...eins og að leika jólasvein! Ég ákvað þar og þá að segja alltaf nei þegar ég var beðin um eitthvað. Í nokkur ár var ég mjög góður neiari en nú er já-genið aftur farið að blómstra. Það þarf að stöðva þetta já-gen. Ég nenni ekki að vera svona bissí!
Markmiðið er jú að lifa ljúfu letilífi, drekka kampavín uppí sófa og sörfa á facebook.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæl mín kæra
Hvað er eiginlega að gerast? Og hvað ertu eiginlega að gera í stað þess að "sörfa" og sötra?
Ég er búin að segja NEI við að kenna konum leikfimi og leik mér nú bara fyrir mig - og finnst ég ógópógó dugleg.
Stattu þig stelpa.
Bestu kveðjur
Linda frænka
Hæ! Gaman að Lóan sé komin á bloggið :-). Ég þurfti svona aaaðeins að lesa soldið til að vera viss að þetta væri sú Lóa: jújú, býr í úthverfi... Soya latte... Facebook.... 5 mánaða stelpu - júbb það er HÚN.
Hi hi.
Í sb. við skó, hefurðu prófað Campers, eða Trippen? - flottir og Mjög þægilegir.
Halldóra.
já, sá einmitt alveg geggjað flotta campers-skó í glugganum á skóbúðinni við hliðina á Nysta um daginn. Þarf að kíkja þangað inn eftir næsta prjónakaffi. Hvar finn ég Trippen-skó?
Linda, ég er stolt af þér. Almennilegt að láta kellurnar bara hoppa sjálfar fyrir framan dvd-tækið með Cindy Crawford!!! Ég þarf að fara að koma norður í nei-æfingabúðir!
Skrifa ummæli