þriðjudagur, 11. september 2007

Stafakvóti Icelandair

Við mæðgurnar erum að fara í heimsókn til Íslands í haust. Ætlum að dansa aðeins í rokinu, fara í klippingu (auglýsi hérmeð eftir góðu hárgreiðslufólki í Stokkhólmi…dálítið dýrt að fljúga alltaf til Íslands í klippingu), vera með ömmu og afa, og skapa eitthvað skemmtilegt með vinkonunum.

Litla prinsessan er fimm mánaða og flýgur því nánast ókeypis. En það hefur sitt prís að fljúga ókeypis. Þú færð nefnilega bara þá bókstafi sem þú borgar fyrir. Já, sko…það eru 32 bókstafir í nafninu mínu og 30 bókstafir í hennar nafni. Íslensk nöfn eru almennt frekar löng og maður hefði því haldið að tölvukerfi Flugleiða réði við öll þessi dóttir-nöfn. En nei! Við fáum samtals bara 43 bókstafi því hún er á mínum stafakvóta. Það er dálítið mál að stytta 62 stafi í 43. Nú fljúgum við til Íslands sem Litla og Stóra. Það var það eina sem komst fyrir í tölvukerfinu.

3 ummæli:

Guðný sagði...

Frábær síða hjá þér. Nú verðum við bara að kalla ykkur Ló og Ti því það er ekki pláss fyrir meira!!

Linda sagði...

Halló þið öll - takk fyrir þetta framtak!

Hvenær er svo von á ykkur mæðgum í klippinguna?
Verum endilega í bandi - aldrei að vita nema það verði fært að norðan...

Bestu kveðjur
Linda - fullorðna frænka

Lóan sagði...

13. - 20. nóvember en verðum helgina á Flúðum með tæfunum. Er ekki haustfrí hjá þér þessa vikuna????