Eftir að ég flutti úr hringiðunni í miðborg stórborgar í barnvænt úthverfi í annari stórborg hefur líf mitt breyst heilmikið. Á götunni þar sem ég bjó áður voru þrjú kaffihús, tveir góðir veitingastaðir, snyrtistofa, slátrari, fiskbúð og bakarí. Hér í úthverfinu er ég 20 mínútur að labba í næsta bakarí og kaffihúsið sem er næst mér er ekki einu sinni með soya latte! Þegar ég fór í fyrsta skipti á lókal pizzastaðinn fór ég næstum því að skæla yfir því að hafa flust í Suburbia því pizzurnar voru jóðlandi í olíu og algerlega óætar.
En maður deyr nú ekki ráðalaus! Nú er ég komin með heimakaffihús KRUPS. Helli kaffibaununum bara í vélina, ýti á takka og bingó: SOYA LATTE. Svo erum við komin með bökunarvél sem sér okkur fyrir nýbökuðu ilmandi brauði á hverjum morgni. Síðast en ekki síst er ég svo með Facebook á netinu og þar eru allir vinir mínir.
Nú þarf ég aldrei aftur að fara út úr húsi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mild og falleg síða Ólöf mín, eins og þú. ég á eftir að lesa í þessa lóa aftur.
Skrifa ummæli