þriðjudagur, 2. október 2007

Garðvinna með skeið og a hælaskom

Vissuð þið að það er hægt að grafa upp runna með skeið?!

Jú, jú…ég sá það með eigin augum. Um helgina eyddi miðaldra par frá Lidingö heilum degi í garðinum okkar við að grafa upp fjóra runna með skeið – og borguðu okkur svo fullt af pening fyrir. Konan hafði unnið á gróðrastöð í Póllandi í ungdæmi sínu og vissi hversu mikilvægt það er að fá hvern einasta rótaranga með – og til þess þarf verkfæri eins og skeið! Hún hafði þó eitthvað lítið lært um garðvinnufatnað á gróðrastöðinni því hún var á háum hælum í moldinni!

Blocket.se er besta leiðin til þess að losa sig við það sem maður vill ekki lengur eiga. Án fyrirhafnar – kaupandinn borgar og nær í ”draslið.” Reglan ”eitt inn – eitt út” gildir á þessu heimili og því hefur heilmargt verið selt á Blocket, bæði gömul húsgögn og tæki. Það er sko með ólíkindum hvað er hægt að selja!

Jæja, þarf að drífa mig að fara að selja gamla póstkassann okkar.

Ég þoli ekki drasl!

Engin ummæli: