Ég gefst upp! Ég verð greinilega bara að vera með sítt ólitað hár í tagli eins og allar konur í Svíþjóð. Nú skil ég alla vega af hverju það eru svo fáar konur hér með töff klippingu…það er nefnilega ekki hægt að fá töff klippingu í þessu landi. Believe me…ég hef reynt!
Í gær hélt ég að ég væri með pottþétta lausn á málunum (ódýrari lausn en að fljúga alltaf til Íslands í klippingu). Ég lét nefnilega taka gangster-myndir af mér eftir síðustu klippingu á Íslandi…já, sem sagt myndir að framan og á hlið – vill svo til að ég er meira að segja í röndóttri peysu, vantar bara fanganúmerið! Með myndirnar fyrir framan sig skyldi Múmínstelpunni á sænsku hárgreiðslustofunni minni ekki misheppnast.
Ég veit ekki hvar sænskt hárgreiðslufólk fær prófin sín…sennilega bara í kornflekspakka. Ég er bara ALLS EKKI eins og á gangstermyndunum. Uuuuhuuuu!!!
p.s. þrátt fyrir útkomuna er alltaf skemmtilegt að koma til Múmínstelpunnar og heyra um alla nýju kærastana hennar…hún er alltaf með a.m.k. þrjá í takinu (núna er það einn í Tyrklandi, einn í Stokkhólmi og einn í Helsinki)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Oh vissirðu hvað ég sá áðan. Kom að Margreti Rún við að FLOKKA Playmo smádótið. Varð að deila þessu með þér.
Er að fara í klippingu og skol (af brýnni nauðsyn...) á morgun. Læt þig vita hvort klipparinn minn er á sama "díl" og þinn...
Bestu kveðjur - úr snjónum!!
Oh - ég verð að deila með þér því sem ég varð vitni að núna áðan. Ég kom að Margreti Rún við að FLOKKA Playmo smádótið sitt. Það sem ég gladdist í mínu hjarta. Annars er ég að fara í klippingu og skol (af brýnni nauðsyn) á morgun - læt þig vita með árangurinn. Veit svo sem að klipparinn minn er með próf frá Iðnskólanum í Reykjavík - svolítið gamalt samt...
Oh - nýtt kerfi! Ég sem hélt að commentið mitt hefði týnst... Las ekki alveg allt sem birtist á síðunni...
Skrifa ummæli