þriðjudagur, 16. október 2007

BXL

Við mæðgurnar vorum að koma úr helgarferð í Brussel. Yndislegt að hitta gamla vini og bara njóta þess að vera í fríi á stað sem maður þekkir eins og buxnavasann sinn.

Það besta við Brussel er:
- Place Chatelain
- Lúxuslífið á fimmstjörnuhóteli Ágústu
- Maturinn
- Allt puntaða fólkið á Ave Louise á laugardögum
- Mmaturinn
- Alþjóðlega stórborgarstemmingin
- Húsin með sál
- Pain au Chocolat
- Mmmaturinn
- Bakaríin

Og það er orðið reyklaust á veitingastöðunum sem er algert kraftaverk. Fyrir fimm árum reyktu Belgar á skrifstofum og í strætisvögnum.

1 ummæli:

Linda sagði...

Eru kommentin að týnast? Hvað er að gerast eiginlega??