laugardagur, 27. október 2007

Raða sortera & hreinsa

Ég er komin í sorteringsham! Þetta skipulags- og sorteringsæði er genetískt og hefur lagst á ákveðna aðila í fjölskyldunni (nefni engin nöfn...þeir sem kannast við sig í því sem á eftir kemur vita að þeir eru með sorteringsgenið!):

Í nótt færist klukkan aftur (eða fram... man þetta aldrei) um klukkutíma og á morgun er sem sagt opinberlega kominn vetur. Þá þarf auðvitað að hreinsa sumarið út úr húsinu og taka á móti vetri. Já, hér í Svíþjóð er sko munur á sumri og vetri...

Dagurinn var nýttur í það að koma öllum sumar- og vorfötum í sérstaka fatapoka (Dimpa frá IKEA), merkja kirfilega og setja upp á háaloft. Svo voru pokarnir sem á stóð "haust- og vetrarföt", "kuldaskór" og "húfur og vettlingar" teknir niður af háaloftinu og öllu komið fyrir á sínum stað. Tók líka skurk í barnaherberginu og hreinsaði út öll barnaföt sem orðin eru of lítil og setti í fína vel merkta Dimpa-poka (fyrir komandi kynslóðir).

Aaahhh hvað mér líður vel eftir svona sorteringsdag. Það besta er stóri svarti ruslapokinn með fötum sem á að fara í fatagám Myrorna á eftir. Er að spá í að taka geymsluna í gegn á morgun. Það er sko kominn tími á að sortera allar skrúfur og verkfæri!

4 ummæli:

Halldóra sagði...

Mein Gott.
Má ekki bjóða þér að koma heim til mín? Þar ég get boðið uppá mikla útrás fyrir "svonalagað". Af nógu er að taka.... :-)

Halldóra.

Lóan sagði...

Bara að prófa. Komment-dæmið var víst eitthvað í ólagi.

Linda sagði...

Ah - alltaf endurnærandi að lesa um sorteringar. Ég kíki á hana Mörtu mína, hvort ég get lagað maníurnar hennar aðeins. Gott að eiga góða að.
Bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

Lóan mín. Vertu bara róleg þetta gen lognast smám saman út af með aldrinum. Kíktu í bílskúrinn þegar þú kemur næst í heimsókn. Knús mamma