Ég hef aldrei almennilega fattað þetta Halloween-dæmi. Er þetta ekki amerísk uppfinning? Nú eru halloween-veislur á leikskólum og skólum út um allt, allir í draugabúningum og nornabúningum.
Í fyrra var fullt af beinagrindum sem hringdu á dyrabjölluna hjá okkur til að sníkja nammi….og við vorum búin að steingleyma því að það væri halloween. Buðum börnunum epli og manderínur…sem þau vildu ekki! Í ár keyptum við heila salatsskál af nammi og svo kom bara EIN einasta norn! Nammið kláraðist samt…skrýtið!
Vá, hvað ég er södd…
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli