föstudagur, 30. nóvember 2007

Verði ykkur að goðu!

Já, það er nú ekki á hverjum degi sem maður býður vinum sínum í mat og fær matinn birtann á frægu matarbloggi! En hér er það: http://bossesmat.blogspot.com/2007/11/den-goda-grytan.html

Þetta er mjög skemmtilegt matarblogg sem vinur okkar er með. Fullt af góðum matarhugmyndum, bæði hversdags og spari. Fjölskyldan gerir alltaf matseðil fyrir vikuna til að þurfa ekki alltaf að vera að hlaupa út í búð. Við erum ekki komin svona langt...stundum langar mann líka bara í ýsu með kartöflum þó það sé fimmtudagur og quornfars með pasta á matseðlinum!

Nú, af því að ég er að segja ykkur frá góðum matarbloggum verð ég að benda ykkur á frábæra matarbloggið hennar Beggu: http://www.beggumatur.blogspot.com/ Ég lenti í því um daginn að þurfa að elda (þetta gerist svona þrisvar á ári...) og fór þá á Beggublogg og fann frábæra og algerlega idiotproof uppskrift að lax með fetaábreiðu. Nammm!

1 ummæli:

Begga sagði...

Ó ég verð alltaf jafn brjálæðislega ánægð þegar ég frétti af því að einhver les bloggið mitt... og ennþá ánægðari þegar uppskriftirnar eru prófaðar ! Þarf að fara að proffa mig í gang fljótlega og setja myndir með hverri uppskrift ;) Er á to-do-in-2008-listanum !