fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Græna græna fjölskyldan
Ég er komin með ”klimatångest” eins og það er kallað hér í Svía ríki. Sem sé angist yfir framtíð jarðarinnar þar sem við erum í óða önn að skemma umhverfið okkar.
Ef ég væri tíu árum yngri og ekki alltaf svona þreytt á kvöldin myndi ég gerast félagi í hóp sem kallar sig INDÍÁNAR MALBIKSFRUMSKÓGARINS (Asfaltdjungelns Indianer). Þau læðast um á kvöldin og hleypa loftinu úr dekkjum á megamengandi bílum – aðallega þá bensinpúandi jeppaferlíkjum af hinum ýmsu gerðum. Hvað er fólk sem fer aldrei út fyrir malbikaða götu í Stokkhólmi að gera með jeppa? Og til hvers í ósköpunum er fólk á Íslandi að kaupa sér Hummer? Ég meina…Hummer…er ekki allt í lagi???!! (nú er mér farið að hitna í hamsi…er á leið til Íslands og aldrei að vita hvað gerist ef ég sé Hummer í myrkri!!).
En af því að ég er svo gömul og þreytt (og það er svo kalt úti á kvöldin) læt ég mér nægja (í bili…) að lifa umhverfisvænu lífi sjálf.
Við fjölskyldan erum orðin svo ægilega dugleg að flokka rusl – enda flokkun mín sérgrein! Við skolum úr öllum fernum, krukkum, plastílátum, dósum og kornflekspökkum (ok, skolum þá ekki en flokkum sem sagt…) og HJÓLUM með allt í endurvinnslu. Öll dagblöð eru sett í sérstaka tunnu sem er sótt á fjögurra vikna fresti. Matarleifar fara í kompostpoka og út í jarðgerðartunnuna sem er á fullu að búa til fínfína mold í beðin.
Síðan við byrjuðum að flokka eru nánast bara bleyjur í ruslatunnunni. Næsta skref er að prófa taubleyjur…eða kannski ég fari frekar bara út og hleypi úr nokkrum dekkjum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Glæsilegt, Ólöf
ég sé að þú verður formaður ruslflokkunardeilarinnar innan Tæfufélagsins. Minnas vill vera varaformaður, því ég er líka farin að flokka meira heima hjá mér. Plast saman, ál saman og að sjálfsögðu dagblög, fernur og kornflexpakkinn saman. Ég fæ samt alveg sting í hjartað í hvert skipti sem ég set bananahýði í plastpokann í tunnunni hjá mér. Þarf að fara að gera eitthvað í því.....
Svo veistu hvað er hægt að gera meira við svona safnkassa...
Fékk frábæra umsögn um söguna - takk elsku frænka fyrir aðstoðina.
Nú bíð ég bara spennt eftir útgefanda.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Skrifa ummæli