Á morgun er "ekki-versla-dagurinn". Prófið að bara njóta dagsins án þess að fara í Kringluna eða Smáralind eða Täby Centrum. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera á laugardögum: hitta vini sína, fara í gönguferð, fara í yoga eða leikfimi, lesa, dansa við börnin sín við abba-tónlist (yes, það er sko skemmtilegt!), sofa, klippa á sér neglurnar, spila spil, fara í leikhús...já, hugmyndaflugið er það eina sem setur mörkin.
Enjoy!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Verslunarfólk á Íslandi hefur alveg gleymt að koma þessum skilaboðum til okkar - eða ég fylgist bara ekki betur með en svo að ég hafði ekki hugmynd um þetta.
Ég er búin að versla í dag - en það var bara af því að ég var að baka með Margreti (kúlugerðarmeistari) og er búin að bjóða mömmu og Sigga í mat. Keypti engan óþarfa - ég lofa!
Bestu kveðjur
Linda frænka
ps. Vantar laufabrauðs-upplýsingar...
Skrifa ummæli