Yndislegt að vera komin til Íslands til fjölskyldunnar sem tekur á móti okkur með opinn faðminn. Klukkan er níu að morgni og það er ennþá dimmt...mjög kósí að sitja bara á náttfötunum með tebolla og lesa Moggann.
Það er ýmislegt sem hefur vakið athygli mína svona fyrsta sólarhringinn á landinu:
- Það er enn jafn góð kísillykt af heita vatninu í sturtunni. Er að spá í að taka með mér vatn til þess að sniffa heima :-)
- Ég sá ÞRJÁ hummerbíla á leiðinni frá Keflavík í bæinn (það ER ekki í lagi með suma...) :-(
- Það er komin ný búð á Frakkastíg sem selur vistvænan/lífrænan fatnað og fair trade vörur :-)
- Það er búið að endurútgefa eina einkennilegustu barnabók íslenskrar tungu, bókina „tíu litlir negrastrákar" (lesið góða grein um þetta á http://www.visir.is/article/20071031/SKODANIR03/110310113). Á sama tíma er hörundsdökkur maður ráðinn í afgreiðslu í bakaríi á Hringbrautinni og velta bakarísins minnkar um leið! Sjáið þið ekki tenginguna? :-(
- Besta brauðið í heimi fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ og ég er að fara að labba þangað núna á eftir. Namm hvað mig er búið að dreyma um gulrótarbrauðið :-)
- Flestir bílar sem farið er með á haugana eru 7-8 ára gamlir og þurfa bara á smá viðgerð að halda en fólki finnst ekki taka því að láta gera við bílinn. Kaupa bara nýjan :-(
- Allt fyrir ástina, nýja platan hans Páls Óskars er að koma út. Páll Óskar er BARA bestur :-)
- Íslendingar keyptu leikföng fyrir 70 milljónir í Toys ´R´ Us fyrstu helgina sem þessi illræmda verslun var opin :-(
- Íslenska vatnið er gott, loftið er hreint og landið er fallegt. Reykjavík er yndisleg í nóvember :-)
Knús
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nú bíð ég spennt eftir laufabrauðs-sögum... Er alveg græn hér af öfund því ég veit að það er svo gaman hjá ykkur.
Ég byrjaði á nýrri í gær - fann lausn á aðalpersónunni - hún er Ameríkani búsett á Íslandi. Uppalin af ströngum kaþólskum pabba. Allt að smella.
Bestu kveðjur
hvaða búð er þetta á Frakkastíg?? Hvað heitir hún? Verð að fara og skoða hana.
Skrifa ummæli