Já, það er nú ekki á hverjum degi sem maður býður vinum sínum í mat og fær matinn birtann á frægu matarbloggi! En hér er það: http://bossesmat.blogspot.com/2007/11/den-goda-grytan.html
Þetta er mjög skemmtilegt matarblogg sem vinur okkar er með. Fullt af góðum matarhugmyndum, bæði hversdags og spari. Fjölskyldan gerir alltaf matseðil fyrir vikuna til að þurfa ekki alltaf að vera að hlaupa út í búð. Við erum ekki komin svona langt...stundum langar mann líka bara í ýsu með kartöflum þó það sé fimmtudagur og quornfars með pasta á matseðlinum!
Nú, af því að ég er að segja ykkur frá góðum matarbloggum verð ég að benda ykkur á frábæra matarbloggið hennar Beggu: http://www.beggumatur.blogspot.com/ Ég lenti í því um daginn að þurfa að elda (þetta gerist svona þrisvar á ári...) og fór þá á Beggublogg og fann frábæra og algerlega idiotproof uppskrift að lax með fetaábreiðu. Nammm!
föstudagur, 30. nóvember 2007
föstudagur, 23. nóvember 2007
No shopping!
Á morgun er "ekki-versla-dagurinn". Prófið að bara njóta dagsins án þess að fara í Kringluna eða Smáralind eða Täby Centrum. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera á laugardögum: hitta vini sína, fara í gönguferð, fara í yoga eða leikfimi, lesa, dansa við börnin sín við abba-tónlist (yes, það er sko skemmtilegt!), sofa, klippa á sér neglurnar, spila spil, fara í leikhús...já, hugmyndaflugið er það eina sem setur mörkin.
Enjoy!
Enjoy!
miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Rapport frá Íslandi
Yndislegt að vera komin til Íslands til fjölskyldunnar sem tekur á móti okkur með opinn faðminn. Klukkan er níu að morgni og það er ennþá dimmt...mjög kósí að sitja bara á náttfötunum með tebolla og lesa Moggann.
Það er ýmislegt sem hefur vakið athygli mína svona fyrsta sólarhringinn á landinu:
- Það er enn jafn góð kísillykt af heita vatninu í sturtunni. Er að spá í að taka með mér vatn til þess að sniffa heima :-)
- Ég sá ÞRJÁ hummerbíla á leiðinni frá Keflavík í bæinn (það ER ekki í lagi með suma...) :-(
- Það er komin ný búð á Frakkastíg sem selur vistvænan/lífrænan fatnað og fair trade vörur :-)
- Það er búið að endurútgefa eina einkennilegustu barnabók íslenskrar tungu, bókina „tíu litlir negrastrákar" (lesið góða grein um þetta á http://www.visir.is/article/20071031/SKODANIR03/110310113). Á sama tíma er hörundsdökkur maður ráðinn í afgreiðslu í bakaríi á Hringbrautinni og velta bakarísins minnkar um leið! Sjáið þið ekki tenginguna? :-(
- Besta brauðið í heimi fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ og ég er að fara að labba þangað núna á eftir. Namm hvað mig er búið að dreyma um gulrótarbrauðið :-)
- Flestir bílar sem farið er með á haugana eru 7-8 ára gamlir og þurfa bara á smá viðgerð að halda en fólki finnst ekki taka því að láta gera við bílinn. Kaupa bara nýjan :-(
- Allt fyrir ástina, nýja platan hans Páls Óskars er að koma út. Páll Óskar er BARA bestur :-)
- Íslendingar keyptu leikföng fyrir 70 milljónir í Toys ´R´ Us fyrstu helgina sem þessi illræmda verslun var opin :-(
- Íslenska vatnið er gott, loftið er hreint og landið er fallegt. Reykjavík er yndisleg í nóvember :-)
Knús
Það er ýmislegt sem hefur vakið athygli mína svona fyrsta sólarhringinn á landinu:
- Það er enn jafn góð kísillykt af heita vatninu í sturtunni. Er að spá í að taka með mér vatn til þess að sniffa heima :-)
- Ég sá ÞRJÁ hummerbíla á leiðinni frá Keflavík í bæinn (það ER ekki í lagi með suma...) :-(
- Það er komin ný búð á Frakkastíg sem selur vistvænan/lífrænan fatnað og fair trade vörur :-)
- Það er búið að endurútgefa eina einkennilegustu barnabók íslenskrar tungu, bókina „tíu litlir negrastrákar" (lesið góða grein um þetta á http://www.visir.is/article/20071031/SKODANIR03/110310113). Á sama tíma er hörundsdökkur maður ráðinn í afgreiðslu í bakaríi á Hringbrautinni og velta bakarísins minnkar um leið! Sjáið þið ekki tenginguna? :-(
- Besta brauðið í heimi fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ og ég er að fara að labba þangað núna á eftir. Namm hvað mig er búið að dreyma um gulrótarbrauðið :-)
- Flestir bílar sem farið er með á haugana eru 7-8 ára gamlir og þurfa bara á smá viðgerð að halda en fólki finnst ekki taka því að láta gera við bílinn. Kaupa bara nýjan :-(
- Allt fyrir ástina, nýja platan hans Páls Óskars er að koma út. Páll Óskar er BARA bestur :-)
- Íslendingar keyptu leikföng fyrir 70 milljónir í Toys ´R´ Us fyrstu helgina sem þessi illræmda verslun var opin :-(
- Íslenska vatnið er gott, loftið er hreint og landið er fallegt. Reykjavík er yndisleg í nóvember :-)
Knús
sunnudagur, 11. nóvember 2007
Pabbadagur
Í dag er pabbadagur í Svíþjóð og verslunarmenn hafa auðvitað verið ötulir við að auglýsa ýmiss konar pabbagjafir. Bindi, geisladiska, skyrtur, flatskjásjónvörp (!) og annað sem pabbar VERÐA að fá í tilefni dagsins.
Á okkar heimili er svona anti-stefna í gangi. Gjafir, já takk! Bara ekki þegar aðrir (=verslunarmenn) segja manni að gefa gjafir. Pabbinn á heimilinu fékk t.d. voða fína lattefroðukönnu um daginn bara svona upp úr þurru af því að okkur langaði að gefa honum eitthvað. En í dag voru engir pakkar og pabbinn fékk að halda upp á pabbadaginn með því að vera bara PABBI. Það er að segja: fara eldsnemma á fætur með þann þriggja ára og taka svo við litlu dömunni þegar hún vaknaði og losa hana við kúkableyju.
Já, það er bara gjöf að VERA pabbi. Spáið í allar flottu gjafirnar sem pabbinn hér á heimilinu fékk t.d. bara í dag (alveg ókeypis): Blautur koss á munninn. Geislandi andlit dótturinnar þegar hún sá risagullfiskana í Haga. Stolt augnaráð sonarins þegar hann fór í fótboltapeysuna sem pabbi gaf honum (með merki liðsins hans - Djurgården - á). Lítil hendi sem heldur þéttingsfast í hönd pabba í fiðrildahúsinu skemmtilega (maður verður nú svolítið hræddur við öll fljúgandi fiðrildin). Hláturinn sem ómar hér um allt hús þegar tvö lítil börn uppgötva Gúmmíbangsana í tölvunni (http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=2608).
Til hamingju með að VERA pabbi, allir pabbar!
Á okkar heimili er svona anti-stefna í gangi. Gjafir, já takk! Bara ekki þegar aðrir (=verslunarmenn) segja manni að gefa gjafir. Pabbinn á heimilinu fékk t.d. voða fína lattefroðukönnu um daginn bara svona upp úr þurru af því að okkur langaði að gefa honum eitthvað. En í dag voru engir pakkar og pabbinn fékk að halda upp á pabbadaginn með því að vera bara PABBI. Það er að segja: fara eldsnemma á fætur með þann þriggja ára og taka svo við litlu dömunni þegar hún vaknaði og losa hana við kúkableyju.
Já, það er bara gjöf að VERA pabbi. Spáið í allar flottu gjafirnar sem pabbinn hér á heimilinu fékk t.d. bara í dag (alveg ókeypis): Blautur koss á munninn. Geislandi andlit dótturinnar þegar hún sá risagullfiskana í Haga. Stolt augnaráð sonarins þegar hann fór í fótboltapeysuna sem pabbi gaf honum (með merki liðsins hans - Djurgården - á). Lítil hendi sem heldur þéttingsfast í hönd pabba í fiðrildahúsinu skemmtilega (maður verður nú svolítið hræddur við öll fljúgandi fiðrildin). Hláturinn sem ómar hér um allt hús þegar tvö lítil börn uppgötva Gúmmíbangsana í tölvunni (http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=2608).
Til hamingju með að VERA pabbi, allir pabbar!
fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Græna græna fjölskyldan
Ég er komin með ”klimatångest” eins og það er kallað hér í Svía ríki. Sem sé angist yfir framtíð jarðarinnar þar sem við erum í óða önn að skemma umhverfið okkar.
Ef ég væri tíu árum yngri og ekki alltaf svona þreytt á kvöldin myndi ég gerast félagi í hóp sem kallar sig INDÍÁNAR MALBIKSFRUMSKÓGARINS (Asfaltdjungelns Indianer). Þau læðast um á kvöldin og hleypa loftinu úr dekkjum á megamengandi bílum – aðallega þá bensinpúandi jeppaferlíkjum af hinum ýmsu gerðum. Hvað er fólk sem fer aldrei út fyrir malbikaða götu í Stokkhólmi að gera með jeppa? Og til hvers í ósköpunum er fólk á Íslandi að kaupa sér Hummer? Ég meina…Hummer…er ekki allt í lagi???!! (nú er mér farið að hitna í hamsi…er á leið til Íslands og aldrei að vita hvað gerist ef ég sé Hummer í myrkri!!).
En af því að ég er svo gömul og þreytt (og það er svo kalt úti á kvöldin) læt ég mér nægja (í bili…) að lifa umhverfisvænu lífi sjálf.
Við fjölskyldan erum orðin svo ægilega dugleg að flokka rusl – enda flokkun mín sérgrein! Við skolum úr öllum fernum, krukkum, plastílátum, dósum og kornflekspökkum (ok, skolum þá ekki en flokkum sem sagt…) og HJÓLUM með allt í endurvinnslu. Öll dagblöð eru sett í sérstaka tunnu sem er sótt á fjögurra vikna fresti. Matarleifar fara í kompostpoka og út í jarðgerðartunnuna sem er á fullu að búa til fínfína mold í beðin.
Síðan við byrjuðum að flokka eru nánast bara bleyjur í ruslatunnunni. Næsta skref er að prófa taubleyjur…eða kannski ég fari frekar bara út og hleypi úr nokkrum dekkjum.
sunnudagur, 4. nóvember 2007
Komment - ja takk!
Ok, ég hélt ég væri alveg ótrúlega mikil internetpæja sem kynni alla fítusa á blogginu. En einhvern veginn tókst mér að "týna" öllum kommentum hérna á síðunni. Þau lentu í sérstakri möppu og biðu eftir því að ég samþykkti þá....sem ég fattaði sem sagt ekki fyrr en núna.
Sko. Carl Bildt lenti í því að fólk var að setja alls konar ljót komment á bloggið hans og ég ætlaði sko ekki að lenda í því.
En nú er ég búin að opna fyrir kommenta. Plís, skrifið nú mikið á síðuna mína! En ekkert ljótt um Palestínu eða svoleiðis...þá verð ég kærð fyrir "hets mot folkgrupp!".
Velkomin!
Sko. Carl Bildt lenti í því að fólk var að setja alls konar ljót komment á bloggið hans og ég ætlaði sko ekki að lenda í því.
En nú er ég búin að opna fyrir kommenta. Plís, skrifið nú mikið á síðuna mína! En ekkert ljótt um Palestínu eða svoleiðis...þá verð ég kærð fyrir "hets mot folkgrupp!".
Velkomin!
Halloween
Ég hef aldrei almennilega fattað þetta Halloween-dæmi. Er þetta ekki amerísk uppfinning? Nú eru halloween-veislur á leikskólum og skólum út um allt, allir í draugabúningum og nornabúningum.
Í fyrra var fullt af beinagrindum sem hringdu á dyrabjölluna hjá okkur til að sníkja nammi….og við vorum búin að steingleyma því að það væri halloween. Buðum börnunum epli og manderínur…sem þau vildu ekki! Í ár keyptum við heila salatsskál af nammi og svo kom bara EIN einasta norn! Nammið kláraðist samt…skrýtið!
Vá, hvað ég er södd…
Í fyrra var fullt af beinagrindum sem hringdu á dyrabjölluna hjá okkur til að sníkja nammi….og við vorum búin að steingleyma því að það væri halloween. Buðum börnunum epli og manderínur…sem þau vildu ekki! Í ár keyptum við heila salatsskál af nammi og svo kom bara EIN einasta norn! Nammið kláraðist samt…skrýtið!
Vá, hvað ég er södd…
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)