miðvikudagur, 19. nóvember 2008
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Mamma Mia!
Lóan á frumsýninguna á Mamma Mia...og þetta er mynd sem maður verður að eiga á dvd og horfa á aftur og aftur og aftur. Sá söngleikinn á sínum tíma en þetta var ennþá betra.
Æðislegt að fara í bíó þar sem er hlé í miðri bíómynd. Sænska eiginmanni mínum finnst það bæði óskiljanlegt og óþolandi en það er einmitt þegar mann er farið að langa í nammi sem hléið byrjar. Mjög gott.
Mamma Mia!
mánudagur, 30. júní 2008
Fagra Ísland!
Lóan er að fara í þriggja daga göngu til þess að njóta íslenskrar náttúru og fegurðar. Ég er búin að hlakka til í langan langan tíma. Náttúran er bara það besta og fallegasta sem við eigum.
Og svo er bara verið að bora þetta allt sundur og saman, virkja, skemma og menga. Ég er svo reið að ég er að springa. Fyrir ári síðan kaus ég (og margir aðrir) fólk til setu á Alþingi til þess að stoppa þessa skammsýnu stefnu stjórnvalda. Nú er þetta fólk komið í ríkisstjórn og finnst þá allt í einu bara hið besta mál að bjóða hingað mengandi álverum og olíuhreinsistöðvum.
Þarf maður að búa í útlöndum til að sjá fegurðina? Ég segi nú bara eins og Ómar Ragnarsson: "Verðmætamatið hjá Íslendingum er svo skrýtið. Þegar Íslendingar koma á svæðið fara þeir að skoða leiðslur og virkjanir en þegar útlendingar koma á svæðið þá fara þeir beint að skoða náttúruna."
miðvikudagur, 25. júní 2008
www.nattura.info
Þetta blogg er ekki dautt!
Ég hef bara aðeins verið að halda framhjá á ecoloco-blogginu mínu.
Nú erum við komin til Íslands í yndislega frískt loft, sól og sumar. Búin að halda upp á hæ hó jippíjeiogjippíjei 17. júní, midsommar og svo brúðkaup ársins í Fljótshlíðinni. Gott að fara í sund, út að leika á kvöldin og að vera með ömmu og afa í næsta húsi.
Ljúft líf.
laugardagur, 3. maí 2008
ecoloco
nú er ég búin að opna www.ecoloco.se
fullt af flottum lífrænum barnafötum í fallegum og glaðlegum litum.
mánudagur, 31. mars 2008
Lóan ER komin!
Ég las í Mogganum að tvær lóur hefðu sést í Kópavogi um daginn og á páskadag sáust fjórar lóur í grennd við Hornafjarðarflugvöll. Og svo er Lóan komin til Stokkhólms (hún fór nú reyndar heldur aldrei...).
Og enn er ort um lóuna enda er hún eina von Íslendinga um að það komi nú einhvern tíma vor og sumar! Hér er glæný sonnetta um lóuna eftir Hallgrím Helgason:
„Lóan er komin“ ég les í morgunblaði.
Hún lenti í gær á þúfu í Kópavogi.
Á köldum degi kviknar veikur logi.
Kliður fer um landsins frægu staði.
Einn mólitur fugl með fagran söng í nefi
og fjarlægan skóg í dökku sumarstéli.
Bláklukkulyng hún boðar gráum meli
og betri tíð í einu litlu stefi.
Hvað segir hún okkur, manni eins og mér
á myrkum bar á höfuðborgarsvæði?
Á ljósmynd af henni við lítum, segjum skál.
En höfði mínu er fuglinn trúr sem fer
með fjaðrablik úr gömlu sumarkvæði.
Þá hljómar dýrðin djúpt í minni sál.
„Lóan er komin“ ég les í morgunblaði.
Hún lenti í gær á þúfu í Kópavogi.
Á köldum degi kviknar veikur logi.
Kliður fer um landsins frægu staði.
Einn mólitur fugl með fagran söng í nefi
og fjarlægan skóg í dökku sumarstéli.
Bláklukkulyng hún boðar gráum meli
og betri tíð í einu litlu stefi.
Hvað segir hún okkur, manni eins og mér
á myrkum bar á höfuðborgarsvæði?
Á ljósmynd af henni við lítum, segjum skál.
En höfði mínu er fuglinn trúr sem fer
með fjaðrablik úr gömlu sumarkvæði.
Þá hljómar dýrðin djúpt í minni sál.
sunnudagur, 30. mars 2008
Bláberjabollur & Draugasúpa
Í dag fór ég með börnin að hlusta á Sigrúnu Eldjárn lesa upp úr Gula Sendibréfinu, Draugasúpunni og öðrum skemmtilegum barnabókum sínum. Mér finnst frábært að Íslendingafélagið skuli vera með svona uppákomur fyrir börnin svo þau æfi sig nú í íslenskunni. Eða það er það sem við foreldrarnir ætlumst til...en svo tala krakkarnir bara sænsku saman!
En það var nú ekki það sem stóð uppúr. Neihei, haldið þið ekki nema ég hafi komist í bollu-heaven þarna í samkvæminu. Bestu bollurnar ever - og ég held bara svei mér þá hollustu bollurnar ever líka! Bláberjabollurnar hennar Beggu eru með alls konar hörfræjahollustu og svo er hvorki smjör né egg í þeim. Þið verðið að prófa! Namminamm!
laugardagur, 29. mars 2008
Á prjónunum
Ég var í skemmtilega saumaklúbbnum mínum í gær. Hló, borðaði kökur og bollur, slúðraði og skemmti mér vel. En ég prjónaði ekki neitt. Þessi sem prjónaði þessa súpercoolu peysu hins vegar heitir Sandra Backlund og er alltaf prjónandi. Hún hefur unnið öllu flestu tískuverðlaun sem hægt er að vinna í fashion-heiminum en þrjóskast samt við og prjónar ALLT sjálf. Hún er nokkrar vikur að pjóna eina svona múnderingu og þarf því að vinna við annað til að láta enda ná saman. Hallóóó! Hvernig væri nú bara að fá saumaklúbba landsins til liðs við sig og einbeita sér að því að hanna og selja! Verða ekta prjónapreneur.
mánudagur, 3. mars 2008
Þæfing
Lóan var á þæfingarnámskeiði! Þegar ég sagði bróður mínum frá þessu sagði hann: "Ha, fæðingarnámskeið? Ertu ekki löngu búin að fæða?" Nei, sagði ég. ÞÆFINGARNÁMSKEIÐ! "HA!" segir bróðirinn. "Svæfingarnámskeið???" En ég er sem sagt búin að læra að þæfa í silki og merínóull og ég verð bara að láta fljóta með mynd af meistaraverkinu því ég er ekkert lítið stolt!
Don´t worry, þetta verður ekki megasúperdúperhannyrðablogg en kannski ég skrifi einhvern tíma um húfuna sem ég prjónaði vetur og vor 07/08...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)