fimmtudagur, 10. júlí 2008

Mamma Mia!

Lóan á frumsýninguna á Mamma Mia...og þetta er mynd sem maður verður að eiga á dvd og horfa á aftur og aftur og aftur. Sá söngleikinn á sínum tíma en þetta var ennþá betra. 

Æðislegt að fara í bíó þar sem er hlé í miðri bíómynd. Sænska eiginmanni mínum finnst það bæði óskiljanlegt og óþolandi en það er einmitt þegar mann er farið að langa í nammi sem hléið byrjar. Mjög gott.

Mamma Mia!

2 ummæli:

Linda sagði...

Takk fyrir síðast - mikið var þetta nú skemmtilegt sumar.

Nú er ég líka búin að sjá Mamma Mia - fór í pæjuferð með saumaklúbbnum mínum norður á Akureyri sérstaklega til að berja dýðina augum.
Við vorum 9 saman (3 litlar skvísur fengu að fljóta með, Margret þar á meðal) og það var mikið hlegið og brosin þurrkuðust ekki af okkur alla leið heim á Bl. eftir sýninguna. Já, ég er sammála þér - þessa mynd verður maður að eiga á DVD og horfa á aftur og aftur og aftur og aftur.
Hlakka til að lesa meira blogg...

Guðný sagði...

frábær mynd. Ég fór í gær með GM og við skemmtum okkur konunglega. Ég held að GM hafi aldrei hlegið eins mikið á neinni bíómynd áður. Verð að eignast hana þegar hún kemur á DVD.