mánudagur, 30. júní 2008

Fagra Ísland!

Lóan er að fara í þriggja daga göngu til þess að njóta íslenskrar náttúru og fegurðar. Ég er búin að hlakka til í langan langan tíma. Náttúran er bara það besta og fallegasta sem við eigum. 

Og svo er bara verið að bora þetta allt sundur og saman, virkja, skemma og menga. Ég er svo reið að ég er að springa. Fyrir ári síðan kaus ég (og margir aðrir) fólk til setu á Alþingi til þess að stoppa þessa skammsýnu stefnu stjórnvalda. Nú er þetta fólk komið í ríkisstjórn og finnst þá allt í einu bara hið besta mál að bjóða hingað mengandi álverum og olíuhreinsistöðvum. 

Þarf maður að búa í útlöndum til að sjá fegurðina? Ég segi nú bara eins og Ómar Ragnarsson: "Verðmætamatið hjá Íslendingum er svo skrýtið. Þegar Íslendingar koma á svæðið fara þeir að skoða leiðslur og virkjanir en þegar útlendingar koma á svæðið þá fara þeir beint að skoða náttúruna."


Engin ummæli: