Ég skil bara ekkert í þessu jólastressi hjá fólki...
...til hvers að vera að baka fullt af smákökum þegar hægt er að kaupa tilbúnar!
Sonur minn er nýbúinn að kenna mér nýtt attitude sem hefur nýst mér rosa vel jólaundirbúningnum.
Um daginn föndruðum við skó til að setja í gluggan og hann var svo rooosalega ánægður með skóinn "sem hann bjó til!". Ehhhmmm...já, hann var að leika sér við annan "föndrandi" strák á meðan að mömmurnar bjuggu til skóna. Svo er hann líka alveg hrikalega stoltur af piparkökuhúsinu sem "hann bjó til!". Já, eða þannig....
Þetta er frábært lífsviðhorf...nú er ég alveg meiriháttar ánægð með piparkökurnar sem "ég bakaði" (keypti tilbúnar úti í búð) og alveg brjálæðislega stolt af peysunni sem ég prjónaði á dótturina (vinkona prjónaði...). Nú, svo ég tali nú ekki um hvað ég er búin að vera dugleg að þrífa húsið hátt og lágt (hmmm...skúrkan sá um það).
Jiii hvað ég er myndarleg húsmóðir!
miðvikudagur, 19. desember 2007
sunnudagur, 9. desember 2007
Græn jol
Jæja, þá er jólahýsterían að fara af stað. Las einhvers staðar að meðalmanneskjan eyðir svona u.þ.b. 50.000 kr í jólagjafir. Helmingurinn er örugglega eitthvað sem enginn hefur þörf fyrir og gleymist fljótt (ég segi bara fótanuddtæki!).
Í alvöru, munið þið hvað þið fenguð í jólagjöf í fyrra? Nei, mig grunaði það nefnilega.
Hvernig væri nú að reyna að halda græn og umvherfisvænni jól! Það má t.d. búa til fallega pottaleppa með því að sjóða gamlar peysur og klippa út leppa. Eða gefa upplifun eins og leikhúsmiða, barnapössun, fótanudd (alvöru...ekkert tæki), dansnámskeið eða jógatíma. Það er líka örugglega gaman að fá ljóð eða smásögu í jólagjöf (þetta er sérstakt hint norður í land!). Já, eða bara hreinlega að Amnesty eða Rauði Krossinn fái pening í staðinn fyrir að við fáum jólagjafir.
Hér verður mikið um ekólógiskar jólagjafir. Við fjölskyldan erum ekki komin svo langt í lífsstílsbreytingunni að við séum hætt að kaupa jólagjafir (langt í það...) en þær verða sko alveg örugglega organic í ár. Það verður líka jólatré hjá okkur og við erum með jólaljós í gluggunum....en þau eru á timer þannig að það kviknar bara á þeim á morgnana og kvöldin.
Ég hef alltaf verið mikið jólabarn (í orðsins fyllstu merkingu!). Í ár ætla ég að vera grænt jólabarn en vona þó að jólin verði hvít.
Í alvöru, munið þið hvað þið fenguð í jólagjöf í fyrra? Nei, mig grunaði það nefnilega.
Hvernig væri nú að reyna að halda græn og umvherfisvænni jól! Það má t.d. búa til fallega pottaleppa með því að sjóða gamlar peysur og klippa út leppa. Eða gefa upplifun eins og leikhúsmiða, barnapössun, fótanudd (alvöru...ekkert tæki), dansnámskeið eða jógatíma. Það er líka örugglega gaman að fá ljóð eða smásögu í jólagjöf (þetta er sérstakt hint norður í land!). Já, eða bara hreinlega að Amnesty eða Rauði Krossinn fái pening í staðinn fyrir að við fáum jólagjafir.
Hér verður mikið um ekólógiskar jólagjafir. Við fjölskyldan erum ekki komin svo langt í lífsstílsbreytingunni að við séum hætt að kaupa jólagjafir (langt í það...) en þær verða sko alveg örugglega organic í ár. Það verður líka jólatré hjá okkur og við erum með jólaljós í gluggunum....en þau eru á timer þannig að það kviknar bara á þeim á morgnana og kvöldin.
Ég hef alltaf verið mikið jólabarn (í orðsins fyllstu merkingu!). Í ár ætla ég að vera grænt jólabarn en vona þó að jólin verði hvít.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)