Lóan á frumsýninguna á Mamma Mia...og þetta er mynd sem maður verður að eiga á dvd og horfa á aftur og aftur og aftur. Sá söngleikinn á sínum tíma en þetta var ennþá betra.
Æðislegt að fara í bíó þar sem er hlé í miðri bíómynd. Sænska eiginmanni mínum finnst það bæði óskiljanlegt og óþolandi en það er einmitt þegar mann er farið að langa í nammi sem hléið byrjar. Mjög gott.
Hér kveð ég burt snjóinn og leiðindin. Stundum kíkir spóinn í heimsókn og þá er nú fjör, sólin skín í dali og við tínum blómstur á túninu.
Hér segi ég sjálfri mér til syndanna minna. Alveg vonlaust að sofa bara og vinna ekki hót. Nú á bara að vera vonglöð og vaka myrkranna á milli, vinna og vona að það komi svo einhvern tíma sumar!!